Alltaf fjör í Grænumýri...

Jæja þá er þessi helgi senn á enda og var í mörgu að snúast eins og fyrri daginn.

Selma var á handboltamóti um helgina uppi í Mosó og úti í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Þ.e.a.s. hún var að spila í Mosó en taka tímann á strákunum hér á Nesinu. Grótta 2 B-lið vann 2. deild B-liða. Eitt gull í safnið þar. Aumingja Sveinbjörn í hesthúsinu... á bara þessa með krabbanum aftanaáSideways. Selma skoraði fimm mörk í einum leiknum... Wink og liðið þeirra skoraði 78 mörk og fékk á sig 22.

Hildigunnur þjálfari stjórnaði liðum Gróttu í 23 leikjum, mest 10 leikjum í röð. Hildigunnur! þú ert bara frábær, takk Smile. Afturelding stóð frábærlega að mótinu, þeim til sérstaks sóma var hve góðír og reyndir dómarar sáu um dómgæsluna.

Fröken Linda hefur stundað stærðfræðinámið af kappi um helgina, Spori og Þytur eru að verða hálf langleitir yfir hve lítið sést af henni í hesthúsinu. En nú þarf að fara að þjálfa fyrir framhaldsskólamótið í hestaíþróttum. Ekki allir sem fá reiðhest ömmu sinnar til að keppa þar Joyful.

 Sjáf fór ég í hesthúsið báða dagana. Í gær batt ég Geislann utaná Spora og fór með trossuna í tamningatúr, ríðandi á Þyt. Hann Spori er alger snillingur. Alveg sama hvernig Geislinn lét, aldrei tók Spori í taum,, en ferlega var hann pirraður á kjánanum...Angry Í dag fórum við Hrafnhildur svo í tamningatúr. Hún er búin að fara tæplega 20 sinnum á hann og folinn rennur á tölti og brokki til skiptis Cool. Svo sagði tamningakonan við strákinn...komdu við hliðina á mömmu....það er ég Errm. Og ég sagði auðvitað, gerðu eins og stóra frænka segir.... svo enn stækkar frændgarðurinn hér í Grænumýri. Inga og Kristín eru jú stóru frænkur Mola....FootinMouth


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband