Bloggað fyrir Hrafnhildi...

Já þetta er nú búið að vera aldeilis fínt sumar. Mikið riðið út, farið kringum Kirkjufell og Stöðina úti í Grundarfirði. Svo var stór reiðtúr með tæplega 100 þátttakendum á helginni fyrir verslunarmannahelgina á fjörunum við Stakkhamar. Geisli er farin í tamningu til Skúla og Sigrúnar í Hallkelsstaðahlíð, þangað sendi ég alla stráka sem þarfnast uppfræðslu. Hann er til sölu ef "rétt tilboð" fæst. Er líka með hnakk til sölu hehe. Smári slapp of vel, eftir Grundarfjarðarferðina reif hann illa undan sér skeifu og var ekki járnaður aftur. Spori og Þytur hafa hins vegar staðið sig með sóma á útreiðum í sumar.

Til hamingju með að vera komin á Hóla og svo væri gaman að frétta hvernig gekk að keppaWink. Heyrumst skvís....


Andað léttar...

Já það eru allir fegnir að þetta tókst vel. Umferðin dreifðist mikið og raunar eru ekki svo margar útihátíðir eins og stundum áður. Svo eru margar aðrar ferðahelgar. En auðvitað voru sumir ökumenn eins og alltaf er, ekki með á hvað þeir voru að gera. Innra hringtorg á t.d. alltaf forgang að fara út úr hringtorgi, of margir hundsa það. Svo eru margir á ferð með alls konar aftanívagna og setja ekki framlengingar á hliðarspega og sjá því ekkert hvað er að gerast í kringum sig. Þessu finnst mér að eigi að taka ákveðnar á.
mbl.is ,,Getum ekki verið annað en ánægðir"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi hjá ungu fólki

Í gær hélt hún Linda upp á sautján ára afmælisdaginn sinn. Það var ósköp huggulegt níu manna kvöldboð. Það var auðvitað gaman að spjalla við unglingana. Ég spurði þau hvort þau þekktu ungt fólk sem væri atvinnulaust í ljósi þess að mest atvinnuleysi mælist nú meðal þess. Þeir sem þau vissu um væru flest krakkar sem hefðu hætt í skóla og farið í vinnu en dottið síðan út úr því. Skólakrakkar sem allavega vilja vinna hafa allir vinnu svo þau vissu. Nokkrir af veislugestum vinna t.d. á elliheimilum og líkar vel. Húsasmíðaneminn er á samningi og gerið það gott. Frábært hjá þeim öllum, duglegir krakkar sem vinna að því að ná sér í góða menntun. 


Breytt starfsumhverfi

Allt kapp er lagt á að fyrirhugaður ráðherrafundur í vikunni 21.-26. júlí skili árangri. Falconer sagði á aðalfundi IFAP í Varsjá að flest sem eftir væri að ná samkomulagi um í landbúnaðarhluta viðræðnanna yrði að leysa á ráðherrafundi. Viðræðurnar snúast síðan einnig um NAMA - Non-agriculturala-market-access. Aðildarþjóðir reyna hver um sig að ná ásættanlegu jafnvægi í öllum þáttum viðræðnanna áður en samningum lýkur. Viðbúið er að staðan í Bandaríkjunum sé ekki fallin til að liðka fyrir lyktum samninga nú. Bæði juku Bandarísk stjórnvöld stuðning sinn við búvöruframleiðendur í vor og síðan eru forsetakosningar í haust.

Engu að síður er búið að liggja fyrir síðan í júli 2004 að hverju stefndi. Enginn vafi er á að nýt samkomulag innan WTO mun kalla á umtalsverðar breytingar ár rekstrarumhverfi landbúnaðarins hér á landi.


mbl.is Tollar lækki um 66-75%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás á efnahag heimilanna...

Launavísitalan hefur hækkað minna en vísitala neysluverðs sl. 12 mánuði.

Gengið lækkar, lækkar og ...............lækkar.

Ég er farin í sveitina að lifa á fjallgrösum, silungi og mjólk umfram greiðslumark.


mbl.is Lækkun krónunnar 3,58%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alltaf gaman í ....gerði

Síðustu daga hef ég sent út og suður pistla og fréttir um færð og áningargerði á Löngufjörum, allir hestamiðlarnir, 847.is, eidfaxi.is og hestafrettir.is hafa birt efni um þetta og svo kemur lítil grein í Bændablaðið eftir helgi.

En í næstu viku verður hápunkti hestamennskunnar í ár náð en þá á að fara á útreiðar með Brynjari, Hrefnu og fjölskyldum. Herra Þytur, Smári, Spori, Smella og Snerra (Essin fjögur) eru ráðin sem ferðafélagar en sjötti ferðafélaginn er í ófrágenginn. Svo verður Grænumýrargengið með þessa fáka milli fóta sér....Grin


Gullkálfurinn okkar...

Íbúðalánasjóður hefur margsannað gildi sitt en það er þó meira en lítið skondið að hann sé sendur til að bjarga þeim sem gagnrýnt hafa tilvist hans. Hvað segja greininga-gæðingarnir nú....

 


mbl.is Íbúðalánasjóður til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkaði olíuverð ekki líka...

við það að Kínverjar tilkynntu um 18% verðhækkun þar í landi. Hvenær lækka olíufélögun hér verðið á dropanum dýra...
mbl.is Krónan styrkist um 1,53%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerðist í dag...????

Jú bensínið hækkaði!!. Er ykkur alvara að spyrja svona eins og tæknitröll úr fótbolta ... eða hvað???Blush

Gengislækkanir skila sér út í verðlagið með einum eða öðrum hætti. Unglingar hér á Seltjarnarnesi ákváðu síðastliðið haust að fara í handboltaferð til Svíþjóðar nú í byrjun júlí. Ferðin kostar 4000 kr meira en upphaflega var áætlað. Þetta verður áhrifamikil kennsla til þeirra um áhrif gengislækkana á pyngjun óbreyttra neytenda.Crying 


mbl.is Gengislækkun getur þýtt verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tríkínur finnast í öðrum dýrum...

Tríkínur finnast einnig t.d. í villisvínum. Það er mín skoðun að ef frumvarp til laga um innleiðingu á matvælalöggjöf ESB verður lögfest opnist skörð í varnarmúra okkar gegn því að fá slíkan vágest inn í lífríki okkar. Heimilt verður þá að flytja hrátt kjöt til landsins nota bene sem af dýrum sem slátrað er við löglegar aðstæður undir eftirliti dýralækna. Íslendingar og ferðamenn eru í dag nokkuð upplýstir um að þetta er ekki heimilt. En verði þetta ofaná tel ég hættu á að menn geri ekki skýran mun á "löglegum" kjötafurðum og heimaunnum afurðum t.d. hrápylsum sem innihalda kjöt af villisvínum. Ef villt dýr t.d. refur komast í matarleifar þar sem slíkar afurðir leynast eru tríkínur þar með komnar í lífríkið hér á landi.
mbl.is Þverárfellsbjörninn smitaður af þráðormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband