Gestrisni og kurteisi...

Gestrisni hefur löngum þótt meðal æðstu dyggða íslenskra heimila. Skammt er þar að minnast rausnarheimilis Laufeyjar ömmu minnar og Bjarna afa, en þar var löngum gestkvæmt. Eins og hún orðaði það í bréfi til Lellu dóttur sinnar (lauslega endursagt eftir minni) "...og þá komu Nonni og Gunna með sín börn, og það var í þrjá daga. Og svo komu Lúlli og Lilla með sín börn, tengdason, ömmu hans og tvo vini og það var um helgina fram á þriðjudag...". Einhvern veginn svona var ágangurinn á því heimili.

Ein helsta dyggð í gestrisni hefur löngum falist í að bera mat, kökur, mat og kaffi fyrir gesti og fá þá til að belgja sig sem mest út af því. En það má ekki ganga út í öfgar. Nýlega heyrði ég sögu af ungum manni sem kom í boð þar sem honum varð á að afþakka hluta veitinganna. Dreif þá að ekki bara gestgjafann heldur og fleira fólk og gekk þar maður undir manns hönd að telja unga manninn af þessari ákvörðun. En gestgjafar verða að samþykkja að gesturinn ýmist þakki eða afþakki veitingar kurteislega hvort sem það er áfengi, sætindi eða fjólubláir tómatar.

Öfgafullt dæmi um þetta er saga sem ég heyrði af fólki sem var nánast vísað á dyr eftir að hafa móðgað gestgjafa með þvi að afþakka veitingar. Gesturin hefur þegið heimboð og sýnt með því gangkvæman áhuga á gestgjafanum. Svo er bara að njóta félagsskaparins. Ekki satt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband