Upplifun frá ættarmóti...

Um helgina komu afkomendur Laufeyjar og Bjarna í Bjarnarhöfn saman. Safnast var saman í Bjarnarhöfn og byrjað á samveru í kirkjugarðinum en þar spjallaði sr. Hjálmar við hópinn undir berum himni og minntist þeirra og sonar þeirra Reynis Bjarnasonar sem lést langt um aldur fram. Á eftir var myndaður hringur um kirkjuna og sungið Blessuð sértu sveitin mín. Síðan var sest undir húsvegg og þegnar veitingar að hætti staðarins kökkur, kaffi, djús, hákarl og harðfiskur og farið í leiki. Um kvöldið var svo snæddur sameiginlegur kvöldverður og samvera yfir minningum, myndum og söng. Margar hendur hjálpuðust að til gera þetta að sérlega ánægjulegum degi. Ásta Sólveig á ekki síst þakkir skildar fyrir frábæra samantekt og sýningu á fjölskyldumyndum.

Margir stigu á stokk um kvöldið. Persónulega fannst mér bréfið sem Lella las, frá Ömmu til hennar skrifað árið 1973, eitt magnaðasta atriðið. Það lýsti vel hvað hún var alltaf störfum hlaðin og gestagangurinn með ólíkindum. Það mátti nánast heyra ömmu segja sjálfa frá störfum sínum sem hvergi komu fram í vergri þjóðarframleiðslu eða öðrum mælistikum.

Kærar þakkir öll fyrir samveruna og samhendni við allt sem þurfti að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband