Kjánahrollur og krepputal...

Þessa dagana er efnahagsástandið mér afar hugleikið. Greiningardeildin mín hefur verið að vinna úr margvíslegum upplýsingum sem skolað hefur inn í höfuðið eftir hinum og þessum leiðum, síðast í kvöld þegar ég hafði sprenglærðan hagfræðing með mér í bíl fram og til baka frá Hvanneyri. Hreinasti hvalreiki fyrir greiningardeildina mína. Niðurstaðan er sú að efnahagsástandið hér á skerinu er grafalvarlegt - you ain't seen nothing yet. Búið ykkur undir næsta vetur þetta er rétt að byrja. Ríkisstjórnin hefur flotið sofandi að feigðarósi. ISG hældi sér í gær í sjónvarpinu af því að ríkisstjórnin hefði sparað sér stórfé með því að bíða með erlendar lántökur til að styrkja gjaldeyrisforðann þar til nú. Það setti að mér kjánahroll þegar hún lofaði brosandi betri tíð í haust. Sannleikurinn er sá að það átti að vera löngu búið að gera þetta og hefði þannig getað afstýrt einhverju af slysinu sem orðið er. Seðlabankinn virðist heldur ekki geta hitt á að tímasetja sínar aðgerðir. Þegar erlendir lánsfjármarkaðir lokuðust og lausafjárskortur varð átti bankinn að búa sig í að lækka vexti en ekki hækka. Sannleikurinn var nefnilega sá að þeir háu vextir sem bankinn var með fyrir hrinu mjög lítið á markaðnum þar sem þeir snertu mjög lítið af því fjármagni sem var í umferð. En allt í einu verða yfirdráttarlán mjög mikilvæg - en hvaða atvinnulíf eða heimili geta borið vexti sem eru margfaldur hagvöxtur í þjóðfélaginu. Hversu lengi munu Sturla Jónsson og aðrir einyrkjar eða smáfyrirtæki halda þetta út? Ef þú átt ekki flatskjá núna er þetta ekki tíminn til að kaupa hann - borgaðu frekar niður lán eða geymdu peninginn þar til harðnar á dalnum. Flatskjáir verða áfram til þegar kaupmátturinn okkar vex á ný.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reikna með að fara að þínum ráðum af því ég á flatskjá,og í staðinn ætla ég að borga niður lán eða safna peningum undir koddann,,,,,,,,,,,,ef ég finn peningana sem eiga að vera í afgang af tekjunum mínum...

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Gott hjá þér, við getum kannske farið saman í skógarferð að leita að afgangnum af laununum okkar.............

Erna Bjarnadóttir, 29.5.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband