Gargandi snilld hjá Glitni

Þessa frétt var að finna á textavarpinu í gærkvöldi: 

"Glitnir spáir mikilli lækkun húsnæðisverðs umfram verðbólgu á síðari  hluta ársins. Ingólfur Bender, 
forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir  að þeir sem nú leita sér að húsnæði ættu frekar að leigja en kaupa. Þá ættu þeir sem hyggjast selja, að gera það  hið fyrsta. "

Mér féllust eiginlega alveg hendur - þetta er svo mikil snilld. 

Glitnir tilkynnti einnig í gær að fyrirtækið hættir að borga starfsmönnum dagpeninga á ferðalögum erlendis en bankinn greiðir eftir sem áður allan ferða og uppihaldskostnað. Þeir velta sér víst ekki lengur upp úr peningum á þessum bæ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli það hafi farið illa í þessa fiðurhausa hjá greiningadeild Glitnis að missa dagpeninga á ferðalögum erlendis,allavega er erfitt að greina þessa ráðgjöf,þeir sem ætla að kaupa eiga að leigja og þeir sem ætla að selja eiga að selja strax,bíddu við þeir sem ætla að selja,,, hverjum eiga þeir að selja,,,,,,,,,,,,,,,,það verða ekki neinir kaupendur, ef  farið verður eftir því sem Glitnir segir.

Er ekki bara málið að þeir sem ætla að selja leigi þeim sem ætla að kaupa eða hvað er verið að segja ,,,,,,,,,,,,,,,argggggg

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Ég er einmitt að velta fyrir mér hverjum fréttin eða öllu heldur, þessi gáfulega greining er ætluð. Líklega er þetta alveg hárrétt hjá manninum en aargggg....

Erna Bjarnadóttir, 27.5.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband