Ég á heimtingu á öðru...

Kastljósi var að ljúka rétt í þessu. Þar sátu tveir karlmenn um og yfir miðjan aldur og ræddu um liðna viku við þáttastjórnandann. Nú hef ég ekkert sérstaklega á móti þessum tveim viðmælendum EN: Hvert er kynjahlutfall viðmælenda í Kastljósi??? Það væri gaman að fá svar við því. Sjálfri finnst mér karlmenn ævinlega vera í meirihluta þar. Ég minni á að ég er skyldug að borga AFNOTAGJALD til RUV. Fyrir það geri ég kröfu um að fá t.d. jafnt hlutfall kvenna og karla í viðtals og samræðuþáttum. Ekki koma með þessa úreltu klisju um að konur vilji ekki koma .... ahahahaha.... aldrei hef ég neitað GetLost segi undantekningalaust já ef mér býðst að sýna mig og sjá aðra ef ég er ekki bundin af öðru. Margrét í Paff formaður FKA (Félags kenna í atvinnurekstri) kom upp lista yfir konur sem eru tilbúnar að taka sæti í stjórnum fyrirtækja. Ég er tilbún að taka sæti á lista yfir konur sem eru tilbúnar að mala í Kastljósi Grin. Þórhallur! og Palli Magg kommon þið getið betur ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Róleg,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,þú ert nú örugglega ekki þessi froðusnakkur sem Kastljósið leitar að til að tala um fréttir vikunnar,,,,,,,,,,ég horfði ekki á þetta Ómar er ekki minn maður,,,,ég man eftir honum sem Gáttaþef á jólaplötum og því að hann var með gjörning við Hálslón sem átti að vera fyndið,,,,,,,,,,,hehehehehe,,en hver var hinn viðmælandinn????????????????????

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

hmm... kannske standarinn á Kastljósi gæti semsagt hækkað ekki ónýtt fyrir þetta afnotagjald

Erna Bjarnadóttir, 4.4.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Bumba

Erna mín, vertu bara fegin að þurfa ekki að koma fram í þessum þætti eða öðrum. Þetta er ekkert skemmtilegt. Er búinn að neita nokkrum sinnum og er ég nú karlmaður. En eitt skil ég ekki. Ég er búinn að vera á vinnumarkaði í tæp 40 ár og 90% yfirmanna minna hafa verið konur. Og eru enn og verða. Er að flytja aftur frá Íslandi og er búinn að tryggja mér docentstöður í tveimur háskólum erlendis og þar eru yfirmenn mínir í báðum skólunum konur. Ég hef allt aðra sögu að segja. Svo þegar ég segi þetta vinkonum mínum sem heimta fleiri yfirmannastöður í garð kvenna, þá verða þær brjálaðar yfir því, eru flestar yfirmenn í sinni vinnu, og segjast svo ekki vilja vinna hjá konum, eða hafa konur sem yfirmenn. Segja að karlmenn seu miklu betri yfirmenn. Fatta þetta ekki. Tvær þeirra eru framarlega í vinstri grænum. Ég hef alltaf kunnað vel við það og vil ekki breyta því. Þær verða aðveg snar þegar ég segi þeim að þær ættu að vinna hjá konum. Ég skil þetta ekki og finnst þetta  svolítið lævi blandið. Maður fær stundum á tilfinninguna að    þetta eigi meira við tilætlunarsemi en hitt. Með beztu kveðju.

Bumba, 5.4.2008 kl. 08:50

4 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Takk Bumba, þetta með yfirmenn er nú annar handleggur... ætli þeir séu ekki bara misjafnir eins og aðrir...

Erna Bjarnadóttir, 5.4.2008 kl. 10:43

5 Smámynd: Bumba

Má vera kæra vinkona, má vera. En ég er ánægður með þetta svona og vil ekki breyta. Það tekur því ekki, á ekki eftir nema 10 ár á atvinnumarkaði. Ég hef allavega verið rosalega heppinn með yfirmenn í gegnum árin. Með beztu kveðju.

Bumba, 5.4.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband