3.12.2008 | 14:27
Norrænir bændur sýna samhug og stuðning
Í dag barst formanni Bændasamtaka Íslands bréf frá formönnum samtaka bænda á hinum Norðurlöndum. Þar er lýst stuðningi við íslenska bændur á erfiðum tímum og stjórnvöld hvött til að standa við bakið á landbúnaðinum. Ég er búin að taka þátt í norrænu samstarfi bænda fyrir hönd Íslands í níu ár og það hefur verið einstaklega gaman. Oft hef ég þurft að svara spurningum um íslenska "efnahagsundrið" og fékk að heyra viðvörunarorð ekki síst frá vinum mínum í Finnlandi sem sögðu: Þetta er alveg sama staðan og var í aðdraganda kreppunnar hjá okkur. Það er gott að finna vináttu þeirra á þessum tímum.
![]() |
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð hugvekja.
Uffe Riis Sörensen einganvegin talsmaður dönsku þjóðarinnar - frékar enn Steingrímur J., þeirrar íslensku.!
Svo einfalt er það !
Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.