28.11.2008 | 14:49
Kynlífsbúð - arkitektastofa - Verslunin Herðubreið
VERSLUNIN HERÐUBREIÐ OPNAR
Áður en húsnæðinu að Barónsstíg 27 var breytt í teiknistofu, á hátindi góðærisins 2006, hafði margvísleg starfsemi átt þar heimili, allt frá herrafataverslun til verslunar með kynlífshjálpartæki. En nú er "risið" sem arkitektastofan fékk í veganesti byrjað að hníga vegna efnahagshrunsins.
Skapa & Skerpa arkitektar hyggjast því bíða kreppuna af sér í vari, í kjallara húsnæðis síns, en opna Verslunina Herðubreið á jarðhæð, í samvinnu við Bryndísi Sveinbjörnsdóttur fatahönnuð.
Í versluninni verður til sölu margs konar áhugaverður varningur, svo sem íslensk fatahönnun fyrir bæði börn og fullorðna, skart og fylgihlutir,rabbabarakaramella beint frá býli, myndlist, tónlist og bækur.
Verslunin Herðubreið opnar laugardaginn 29. nóvember kl. 13.
Ég óska Elínu og viðskiptafélögum hennar til hamingju með verslunina og óska þeim góðs gengis. Áfram Ísland og íslensk hönnun
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.