Verðmerkingar

Ágæta blað

Undanfarið hef ég ítrekað orðið fyrir því að verðmerkingar í hillum matvöruverslana standast ekki. Skyldur verslana í þessu eru skýrar og réttur neytenda sömuleiðis. En það er auðvelt að slæva okkur neytendur á tíma óðaverðbólgu. Við getum jafnvel farið að vorkenna reynslulitlu starfsfólki sem þarf að kalla í verlsunarstjóra til að gera sjálfsagðar leiðréttingar fyrir smáupphæðum. En réttur okkar er ljós. Ég skora á Morgunblaðið að standa vaktina með okkur neytendum og fjalla um þessi mál. Einnig á alla þá sem starfa að málum neytenda að veita verslunum allt það aðhald sem þarf til að þessi mál verði í lagi. Ég tel eins og staðan er í dag að þetta sé eitt mesta hagsmunamál neytenda.

 

/Birtist í Velvakanda Morgunblaðsins 26. september


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband