11.9.2008 | 16:00
Uxabrjóst og skálastærðir...
Á veitingahúsinu Jómfrúnni í Lækjargötu er á boðstólum stórkostlegt danskt smurbrauð. Sannreyndi það síðast núna í dag. Namm....... Nafnið á einum réttinum vakti þó brosviprur í munnvikum mínum. Uxabrjóst með einhverju völdu meðlæti. Ég hef aldrei heyrt að uxar hafi brjóst . Hvað skyldi skálastærð hjá meðaluxa vera hehe...
Líklega þýðing á danska orðinu "bryst" sem útleggst frekar sem bringa....
Athugasemdir
Góður..
Vigdís Stefánsdóttir, 11.9.2008 kl. 16:24
Erna Bjarnadóttir, 11.9.2008 kl. 16:27
Gæti verið sniðugt að láta þetta heita Uxaávölur,,,,,,,,,,,(ber er hver á bringu nema brjóst eigi)
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 16:43
Svo er líka talað um kjúklingabrjóst. Það er jafnvel enn fyndnara þar sem fuglar eru ekki spendýr.
Og bíddu við er ekki talað um brjóstmál á hrútum, mig minnir það.
Kv.
Valgeir Bjarnason, 12.9.2008 kl. 09:56
Jú brjóstmál á hrútum, betra væri líklega brjóstkassi....
Erna Bjarnadóttir, 12.9.2008 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.