Góðir hálsar...

...og danskir menn. Já var í kóngsins Köben 4 daga í síðustu viku og kom heim á sunnudagskvöldið. Ungfrú Selma var með í för og átti sín fyrstu kynni af norrænu samstarfi í NBC. Á fimmtudagskvöld buðu dönsku bændasamtökin til glæsilegs kvöldverðar á veitngahúsinu Páfulginum í Tívolí. Allan föstudaginn var svo fundað í NBC og var aðalefni fundarins loftslagsbreyingar í heiminum og aðlögun landbúnaðar.

En Strikið og FIELDS biðu okkar Selmu. Smile Við urðum ekki fyrir vonbrigðum með Fields. H&M og Only tóku vel á móti okkur. Verst hvað danska krónan er orðin skuggalega dýr....Frown. En við fengum okkur falleg föt og spöruðum í mat í staðinn með því að drekka ókeypis ávaxtasafa sem gefinn var í markaðsskyni og borða ostborgara á Burger King!!. Hausttískan í ár stelpur mínar er bara snotur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomnar heim mæðgur. Hlakka til að sjá hausttískuna, ætli við Kristjana verðum ekki að draga um hvor okkar heldur samkvæmi í næstu viku?

Ásdís (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

ja segir nokkuð, þetta voru nú eiginlega bara peysu-fata-dagar hjá mér keypti 4 peysur og fátt annað

Erna Bjarnadóttir, 9.9.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband