Bakþankar hagfræðings

Í gær naut ég þeirrar ánægju að vera í hlutverki gestgjafa f.h. vinnuveitanda míns. Hjörtur eldaði hefðbundið sunnudagslæri með brúnni sósu, Tjörvi tók á móti fólkinu og Selma mín spjallaði við krakkana. Gestirnir voru grænlenskir bændur og fjölskyldur þeirra. Þarna voru þrjár kynslóðir saman á ferð, sá yngsti nokkurra mánaða. Set nokkrar myndir inn á eftir. Mikið var spjallað um landbúnað á Grænlandi og Íslandi. Helsta vandamál sauðfjárbænda þar er E-coli sýking á sauðburði. Þá vantar mjög hjálp við að greina það vandamál og kveða niður. Þegar grænlenskir bændur rækta land gera þeir samning við landsstjórnina um að fá það lánað til ræktunar. Enginn á landið og nýr bóndi þarf því ekki að kaupa land né börn af foreldrum þegar þau taka við búi. Áður en kvöldið var úti hafði Selma eignast pennavinkonu á Grænlandi. Grænlenskir bændur eiga margir íslenska hesta og nýja vinkonana sem er á sama aldri og Selma var sjálf að þjálfa eigin hest í fyrravetur, hryssu sem heitir Hekla. Við erum mjög spenntar fyrir að rækta þessi nýju tengsl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband