26.8.2008 | 20:39
Bakþankar búfræðings...
Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Greiningardeild Landsbankans heyrði ég að spái 15% verðbólgu. Milljón króna lán hækkar m 150 þús. kr. á ársgrundvelli. Reikni hver fyrir sig hve lengi hann er að vinna fyrir lánahækkuninni. Er einhver að aðhafast eitthvað út af þessu. Fjölmiðlar velta sér upp úr því hvort eitthvað flugfélag hafi flogið með byssur til Georgíu. Eru þessi flugfélag ekki í bisness og voru þar að auki með tilskilin leyfi. Hver er fréttin? Utanríkisráðherra fær að svara spurningum um efnahagsmál í Kastljósi með hummi og ha.... Lántaka fyrr á árinu hefði verið ríkinu of dýr... á meðan blæðir einstaklingum og atvinnulífi. Hvar ætlar ríkið að hafa skatttekjur þegar fyrirtækin leggja upp laupana og atvinna minnkar...?
Leggið við hlustir kl. 10 á morgun - bíðum spennt eftir nýjustu fréttum af Bólgumóra...
Athugasemdir
Fólk getur hugsanlega þolað þessa verðbólgu í smátíma.... en ekki lengi. Þá förum við bara öll saman á hausinn.
Hvar er ríkisstjórnin ???
Anna Einarsdóttir, 26.8.2008 kl. 23:34
Segi það mér þér Anna. Ríkisstjórnin hefur engin tök á efnahagsmálum og ekkert trúverðugt heyrist frá henni.
Erna Bjarnadóttir, 27.8.2008 kl. 08:10
Þetta eru ekki góðar fréttir verðbólgann á uppleið,hver er að hagnast á verðbólgu,ekki ég greiðslubyrðinn eykst og kaupmáttur minnkar,,,ríkisstjórninn hvar er hún nú,,,,,,kannski er bara komin tími á að segja SKÍTT MEÐ KERFIÐ ,,,,,,,
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.