Ding, dong....

ja dingdongdingalingaling glymur hér á gluggann hjá mér... Ekkert lát á Latabæjaræðinu.

Annars er þetta búið að vera viðburðaríkur sólarhringur hjá undirritaðri. Í gærmorgun áskotnaðist mér sá heiður að sitja á klukkutíma spjalli við einn þekktasta stjórnmálamann Bretlands Nigel Farage, sem hefur um árabil verið áberandi í hópi þeirra sem gagnrýnt hafa Evrópusambandið. Hann hélt fyrirlestur hér á landi á fimmtudag og Bændasamtökinn áttu hlut í því að fá hann hingað til lands.

En síðan var haldið á Landbúnaðarsýninguna á Gaddstaðaflötum og fékk ég far með félaga Jóni Viðari á spánýju Impresunni hans. Þegar þangað kom stóðu ráðherrar, bændur og gestir og fylgdust með leik Íslendinga og Spánverja - við munum öll muna hvar við vorum stödd þegar sá frækni sigur vannst. Gaman var síðan að ganga um sýninguna og heilsa upp á gesti og sýnendur. Margir komu líka við í bás Bændasamtakanna. Sérstaklega var gaman að sjá dætur Guðna og Önnu Berglindar í Þúfu í Landeyjum sýna kálfana sína og kvígurnar tvær.

En nú er Menningarnótt hafin hér í borginni svo úr nógu er að velja til skemmtunar - þó sjálf sitji ég við að lesa hagfræðibækur....GetLost


mbl.is Latabæjarhlaupið hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband