12.8.2008 | 15:51
Fánýtur fróðleikur...
Síðastliðinn vetur voru skráðir 1014 stóðhestar á fóðrum samkvæmt búfjárskýrslum. Þetta jafngildir því að u.þ.b. 1 af hverjum 300 Íslendingum eigi fullorðinn stóðhest. Ætli annað eins þekkist nokkursstaðar á jarðkringlunni. Eins gott að við erum ekki með svona leiðinda reglur eins og t.d. í Svíþjóð þar sem sérstakt leyfi þarf til að rækta hross, m.ö.o. nota stóðhest á hryssu. Hér er þetta frjálst og allir geta leitt saman hryssu og hest að eigin vali. Það er líka stórkostleg upplifun að rækta sinn eigin gæðing.
Semsagt: Frjálsar ástir lengi lifi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.