Mörg er matarholan...

Sértekjur er einstakt töfraorð sem ríkið ætlar stofnunum sínum og jafnvel fastakúnnum sínum, að næla sér í til að framfleyta sér á að hluta. Ég get þó ekki af því gert að þykja sumt harla kostulegt í þeim efnum. Dæmi:

 A. Fyrir nokkrum dögum endurnýjaði ég vegabréf dætra minna. Þar sem hægt var að sjá í þjóðskrá að ég er skilin að lögum var í afgreiðslu lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í Borgartúni, beðið um vottorð frá Hagstofu um hvort ég hefði ein forræði fyrir erfingjunum. Ég efast hins vegar um að það hafi sést í tölvunni, eins og sagt er, að börnin væru af því hjónabandi sem endaði með lögskilnaði. En jú ég þrammaði á Hagstofuna í sömu götu og fékk umbeðið vottorð og greiddi ef ég man rétt 800 kr. fyrir. Skilaði síðan inn með umsókninni og fékk síðan vegabréfin send, jú frá Hagstofunni! Væri nú ekki hægt að gera þetta aðeins liprara og spara manni þessar 800 kr fyrst sami aðilinn gefur út vegabréfið og áðurnefnt vottorð.

 B. Í gær fór ég með yngri erfingjann til augnlæknis, sjónin reyndist þannig að mælt er með gleraugum af styrkleika +1.0 sem þýðir að hún á rétt á styrk til að kaupa glerin. En hvað... þarf ég þá ekki að greiða sérstaklega fyrir vottorð læknisins til að sækja um þennan styrk. Síðast þegar hún fékk gleraugu fyrir 4 árum man ég ekki eftir þessum styrk og þar af leiðandi engu vottorði eða greiðslu fyrir það.

 Snilld ekki sattWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég bæti við einu dæmi enn;  Sýslumaður neitar að samþykkja skemmtanaleyfi nema fjórir dyraverðir framvísi hreinu sakarvottorði.  Við göngum niður einar tröppur á sýsluskrifstofunni og fáum þar afgreidd fjögur sakarvottorð sem hvert kostar 1200 kr. (ef ég man rétt) .... samtals 4800 krónur fyrir alla.  Síðan förum við aftur upp stigann og afhendum Sýsla gögnin.  Sömu gögn og hann pottþétt sá í eigin tölvu.

Þessi afgreiðsla var að mínu mati hans eigin dyntir, því aðrir hafa ekki þurft að framvísa þessum gögnum til að fá skemmtanaleyfi, mér vitanlega.

Anna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Takk Anna, já þetta er að verða býsna heimskulegur frumskógur. Sjálf borga ég mína skatta eins og flestir, jafnvel með hærri tekjur en Sindri Sindrason og fleiri málsmetandi máttarstólpar samfélagsins samkvæmt tekjublaði Mannlífs, og vil ósköp einfaldlega fá fyrir það greiða þjónustu. Það hljóta að vera aðrar aðferðir til að ná í skottið á fólki sem reiknar sér t.d. fáránlega lág laun við eigin starfsemi - ég býst við að Sindri greiði reyndar fjármagnstekjuskatt fyrst ég var að nefna hann. Ég held að Skattrannsóknastjóri hljóti að hafa næg verkefni við að fara yfir hvað umsvifamiklir verktakar t.d. reikna sér í laun!!

Erna Bjarnadóttir, 12.8.2008 kl. 11:18

3 identicon

Einhver staðar þarf að rífa inn tekjur fyrir ríkið.þjónustugjöld og aðrir óbeinir skattar til að fjármagna herferð Sollu gribbu fyrir aðild að Öryggisráðinu t.d.Einstæðar mæður og feður þurfa að sanna tiveru rétt sinn með vottorði á einni hæð til að framvísa á annari hæð.kræsssssttttt.hvað kemur næst.

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband