Hryssur taka að sér folöld

Já gaman þegar svona tekst til. Fyrir 11 árum voru tvær hryssur, systur, með sínu hestfolaldinu hvor á Stakkhamri. Dag einn í ágúst veittu heimamenn því athygli að aðra hryssuna vantaði í stóðið. Þegar að var gáð fannst hún dauð í haganum. Systir hennar hafði hins vegar tekið folaldið að sér. Bæði folöldin sugu hryssuna jafnt og samtímis og gengu síðan undir henni saman langt fram á haust. Engin afskipti þurfti að hafa af þessu. Var þetta systrakærleikur eða hvað? Hestarnir eru núna tamdir reiðhestar og yndi eigendanna.
mbl.is Folald tekið í fóstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Dýr geta verið svo yndisleg.   Fyrir 9 árum setti ég hryssu undir litföróttan hest í minni eigu,... Galdursson.  Þetta var rétt áður en hann var geltur.  Síðan þegar dýralæknir kom að sónarskoða hryssuna, stóð hesturinn í stíu rétt hjá og horfði á sónarmyndina.  Líklega afar sjaldgæft að "hestapabbar" séu viðstaddir sónarskoðun.  Það skemmtilega var svo að þau gengu saman í haganum allt næsta ár, pabbinn, mamman og barnið.  Og héldu sig alveg utan við stóðið.  Skyldi hesturinn hafa vitað að hann var faðirinn ? 

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband