5.8.2008 | 13:30
Bloggað fyrir Hrafnhildi...
Já þetta er nú búið að vera aldeilis fínt sumar. Mikið riðið út, farið kringum Kirkjufell og Stöðina úti í Grundarfirði. Svo var stór reiðtúr með tæplega 100 þátttakendum á helginni fyrir verslunarmannahelgina á fjörunum við Stakkhamar. Geisli er farin í tamningu til Skúla og Sigrúnar í Hallkelsstaðahlíð, þangað sendi ég alla stráka sem þarfnast uppfræðslu. Hann er til sölu ef "rétt tilboð" fæst. Er líka með hnakk til sölu hehe. Smári slapp of vel, eftir Grundarfjarðarferðina reif hann illa undan sér skeifu og var ekki járnaður aftur. Spori og Þytur hafa hins vegar staðið sig með sóma á útreiðum í sumar.
Til hamingju með að vera komin á Hóla og svo væri gaman að frétta hvernig gekk að keppa. Heyrumst skvís....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.