5.8.2008 | 11:22
Andað léttar...
Já það eru allir fegnir að þetta tókst vel. Umferðin dreifðist mikið og raunar eru ekki svo margar útihátíðir eins og stundum áður. Svo eru margar aðrar ferðahelgar. En auðvitað voru sumir ökumenn eins og alltaf er, ekki með á hvað þeir voru að gera. Innra hringtorg á t.d. alltaf forgang að fara út úr hringtorgi, of margir hundsa það. Svo eru margir á ferð með alls konar aftanívagna og setja ekki framlengingar á hliðarspega og sjá því ekkert hvað er að gerast í kringum sig. Þessu finnst mér að eigi að taka ákveðnar á.
,,Getum ekki verið annað en ánægðir" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tjah, ég átti leið norður í land, á Akureyri, Mývatn og Ásbirgi. Ég sá ekki einn lögreglubíl í umferðareftirliti hvorki á leið norður né suður aftur.
Eg var að dóla þetta á ca 95 og var oft á tíðum bara fyrir umferðinni og þá oftar en ekki stórum benínhákum með hjólhýsi í eftirdragi!..
David (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 11:42
Já ég er bara fegin að aka um á Oktavíu með 4 manna tjald i skottinu
Erna Bjarnadóttir, 5.8.2008 kl. 11:57
Það var gott að þetta var stórslysalaus helgi,,,,,,,,,,,, ég er á stórum bensínhák og er sekur um að hafa beitt umferðarofbeldi og beitt aflsmunar eftir að fellihýsaspeglalausskuldahalaálfur tafði nokkra bíla á leið upp úr þröngu göngunum undir sjónum,,,,,,,,,,,,,,böböböböböbö
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 13:43
Já ég segi nú bara eins og kellingin sagði hérna um árið: Láttu þér ekki bregða þó þú sjáir blá bílinn
Erna Bjarnadóttir, 5.8.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.