21.6.2008 | 22:17
Alltaf gaman í ....gerði
Síðustu daga hef ég sent út og suður pistla og fréttir um færð og áningargerði á Löngufjörum, allir hestamiðlarnir, 847.is, eidfaxi.is og hestafrettir.is hafa birt efni um þetta og svo kemur lítil grein í Bændablaðið eftir helgi.
En í næstu viku verður hápunkti hestamennskunnar í ár náð en þá á að fara á útreiðar með Brynjari, Hrefnu og fjölskyldum. Herra Þytur, Smári, Spori, Smella og Snerra (Essin fjögur) eru ráðin sem ferðafélagar en sjötti ferðafélaginn er í ófrágenginn. Svo verður Grænumýrargengið með þessa fáka milli fóta sér....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.