18.6.2008 | 22:10
Tríkínur finnast í öðrum dýrum...
Tríkínur finnast einnig t.d. í villisvínum. Það er mín skoðun að ef frumvarp til laga um innleiðingu á matvælalöggjöf ESB verður lögfest opnist skörð í varnarmúra okkar gegn því að fá slíkan vágest inn í lífríki okkar. Heimilt verður þá að flytja hrátt kjöt til landsins nota bene sem af dýrum sem slátrað er við löglegar aðstæður undir eftirliti dýralækna. Íslendingar og ferðamenn eru í dag nokkuð upplýstir um að þetta er ekki heimilt. En verði þetta ofaná tel ég hættu á að menn geri ekki skýran mun á "löglegum" kjötafurðum og heimaunnum afurðum t.d. hrápylsum sem innihalda kjöt af villisvínum. Ef villt dýr t.d. refur komast í matarleifar þar sem slíkar afurðir leynast eru tríkínur þar með komnar í lífríkið hér á landi.
Þverárfellsbjörninn smitaður af þráðormi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.