Fyrirhyggja á Löngufjörum...

Það var frekar gaman um helgina hjá Grænumýrargenginu. Við Linda brunuðum vestur að Stakkhamri á laugardagsmorgninum og á eftir kom gangsterinn á rauða fordinum RX. Veðrið var yndislegt. Eftir hádegi var lagt á hesta og umhverfið skannað. Þytur sýndi Ragga fjörurnar er var helst til fjörugur við það. Um kvöldið var áætlað að fara í dúntekju en á leiðinni spurðist út að kollurnar væru rétt í þann mund að unga út eða með ungana í hreiðrunum svo við snerum frá og skoðuðum nýja gerðið í Stakkhamarsnesi. Þar hefur verið reist myndarleg áningaraðstaða fyrir hestaferðahópa. Skemmtilegt kvöld í fallegu umhverfi.Wink

En enn og aftur kæru vinir. Fyrirhyggja er boðorð eitt til tíu í hestaferðum á Löngufjörum. Sjórinn kemur á boðuðum tíma, engin akademísk korter eða dyrum haldið opinum í kurteisisskyni. Um helgina fór hópur hestafólks frá Stakkhamri suður fjörur og stefndi á Stóra-Hraun. Þrátt fyrir íterlegar leiðbeiningar og aðvaranir staðkunnugra lagði hópurinn of seint af stað. Sjór var kominn á Hausthúsafjörur og lentu hestar á sundi þar sem þar er farið út á fjörur. Börn voru með í ferð. Engin óhöpp urðu en það vildi til að heimilishundurinn á Stakkhamri strauk með fólkinu og Laufey systir þurfti að keyra suður í Hausthús til að ná honum. Því endaði með því að hún leiðbeindi fólkinu símleiðis til lands í Kolviðarnesi og síðan yfir Haffjarðará á öruggu vaði. Fyrir örfáum árum drukknuð þrír hestar á Löngufjörum og fólk mátti þakka fyrir að ekki fór verr. Förum varlega í sumar og um ókomin ár og eigum ánægjulega ferð á þessu frábæra útreiðasvæði.Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Er fólk fífl?

Þó ísbirnir geti synt langar leiðir er ekki víst að það sama gildi um reiðhestana.

Kristjana Bjarnadóttir, 18.6.2008 kl. 11:49

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Fólk sem er allsgáð í skemmtiferð með fjölskyldur sínar ætlar auðvitað að standa vel að málum en dæmin sanna að skilningur á náttúruöflunum verkum náttúrunnar er ekki alltaf sem skildi....

Erna Bjarnadóttir, 18.6.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband