Ímyndarmál...

Allar kaffistofur landsins skeggræða nú málsatvik og afdrif ísbirnunnar á Skaga. Víst er að staðið var undir væntingum og kröfum um að allt yrði gert til að koma dýrinu til síns heima, þó ekki sé ljóst af fréttum að nein leyfi til þess hafi legið fyrir þó tekist hefði að koma því í búr. Spyrja má hvort það séu ekki náttúruleg afföll þegar ísbjörn villist svona langt frá heimkynnum sínum og í stað þess að drukkna á sundi eins og eflaust hendir einhverja þeirra, bjargast aðfram kominn og særður á land.

Öðru velti ég líka fyrir mér. Hlaupið var til handa og fóta með að fá hingað til lands rammgert búr til að troða bangsa í fyrir hugsanlegan flutning. Var öllum kröfum um sótthreinsun á búrinu sinnt? Ríkar kröfur eru um hreinsun á t.d. notuðum landbúnaðartækjum sem hafa t.d. komist í snertingu við búfjáráburð eða dýr og eru flutt hingað til lands. Hvaða ráðstafanir gerði umhverfisráðherra eða önnur yfirvöld í þessu sambandi?


mbl.is Daprir en um leið sáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Æi, þetta var sorgleg sýning og sannarlega góður punktur sem þú bendir á með sótthreinsun á búrinu. Ég verð enn sannfærðari um að það er bara til ein vitræn viðbragðsáætlun:

SKJÓTA STRAX

Nú þarf að fara yfir málið af yfirvegun og muna að þessi viðbragðsáætlun er raunhæfur valkostur. Bara festa það á blað svo aðgerðin verði fumlaus.

Kristjana Bjarnadóttir, 18.6.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já því miður eru ef raunsætt er horft á - litlar líkur á að hægt sé að fanga ísbjörn sem jú er sannanlega eitt hættulegasta dýr jarðarinnar, lifandi og koma til heimkynna sinna. Er t.d. til einhver áætlun hjá dönsku krúnunni eða heimastjórninni á Grænlandi um hvernig fara ætti að því að taka á móti ísbirni??

Erna Bjarnadóttir, 18.6.2008 kl. 14:34

3 identicon

Sú áætlun, ef hún er til, er ábyggilega byssuskot!

Svava (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband