Komin heim ...

Í gær kom ég heim frá Póllandi. Þetta var áhugaverð ferð enda efst á baugi sömu mál og annarsstaðar í heiminum, matvælaverð, matvælaframleiðsla hagur bænda og framtíð landbúnaðar í hlýnandi loftslagi. Í gær var spurt í ameríska þættinum "Ertu skarpari en skólakrakki" hvaða skeiði við lifðum á núna. Rétt svar átti að vera nýlífsöld en ég hallast að svari Ragga: "Global warming".

Póllandsferðinni ætla ég að gera betri skil í Bændablaðinu allavega efni ráðstefnunnar. En heim kom ég illa kvefuð og sé ekki fram á að fara í vinnuna fyrr en á miðvikudag. Ég er því heima með Mola litla sem fagnar innilega komu minni og horfi á Frakkland og Rúmeníu keppa á EM í fótbolta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband