Landbunadur i heiminum

Sa ad Jon fraendi bloggadi um radstefnu FAO i Rom. Her i Pollandi er mikid raett um matvaelaoryggi, verd a buvorum, hlut landbunadar i ad baeta kjor faetakra i heiminum osfrv. mjog ahugavert. Falconer kemur her seinna i dag ad tala um WTO og Doha lotuna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Erna 

Á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar alþingis sl. föstudag kynnti ráðuneytisstjórinn  stöðuna í WTO viðræðunum hvað landbúnað varðar. Var það greinargott eins og hans var von.

Það vakti furðu mína að umræðan um fæðuöryggi þjóða og sjálfbæra landbúnaðarframleiðslu virðist þar fyrirferðarlítil. Sama er um koltvísyrings losun og hlýnun heimsins af manna völdum sem ógnar framtíð jarðarbúa verði ekki tekið í taumana. WTO samningar sýnist mér ganga út á endalausa flutninga á matvælum heimshornana á milli á forsendum frjáls flæðis fjármagns og sem gengur í berhögg við grunnatriði sjálfbærar þróunar sem heimsbyggðin verður þó að stefna að.

Mér sýnist WTO viðræðurnar snúast um áratuga gamlar og úreltar hugmyndir um framleiðslu og verslun með matvæli sem byggir á að hámarka arð alþjóðlegra fjármagnseigenda. Þeir virðast ekki hafa áhyggjur af mengun né orkuþörf vegna flutninga heimshorna á milli.  Staðreyndin er sú að meginþorra matvæla verður að framleiða á heimaslóðum fólks  ef fyrirbyggja á hungursneyðir.  Þessar viðræður WTO eru að mínu viti á villigötum einmitt hvað þetta varðar.

Ég bað um skrifleg samningsmarkmið Íslands í þessum viðræðum og þær kröfur sem fulltrúar okkar hafa lagt fram og viðbrögð við þeim.

Ég tel jafnframt að Alþingi hefði fyrirfram átt að fjalla um samningsmarkmiðin, því hér eru um stórpólitísk mál að ræða sem skipta miklu máli fyrir land og þjóð til framtíðar.

Frólegt verður að frétta af ráðstefnunni í Póllandi.

 Með kveðju

 Jón

Jón Bjarnason (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband