26.5.2008 | 13:50
Ekki gera ekki neitt...
Þetta kom svosem varla á óvart, eða hvað? Hækkanir vegna verðhækkana erlendis og gengislækkunar krónunnar eru enn að skila sér út í verðlagið hér. Það er kaldhæðnislegt að ríkisstjórnin sé á sama tíma að halda skælbrosandi upp á eins árs afmælið sitt og guma við það tilefni af afrekum sínu. Gerið nú þetta slagorð Intrum innheimtustofunnar að ykkar. Ekki gera ekki neitt - Einhver bloggarinn sagði að þjóð sem kysi slíka ríkisstjórn í frjálsum kosningum ætti ekki betra skilið - ég tel að við eigum betra skilið vona að fleiri sjái það og sýni á kjörseðlinum næst.
Mesta verðbólga í tæp 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ertu með tillögu,hvað eigi að merkja við á næsta kjörseðli,,,,,,,,,,,,,,
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 17:49
jamm skal hvísla því að þér við sérvaldar aðstæður ....
Erna Bjarnadóttir, 26.5.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.