Siglt eftir vindi...

Aðflugi að Keflavíkurflugvelli fylgir viss tilfinning. Svona Ísland er land mitt tilfinning. Hér á ég heima og fer með glöðu geði í kuldagalla, regngalla og annan búnað til að verjast náttúruöflunum, ekki vil ég vera án þeirra. En því miður virðist mér Ísland vera að verða frægt að endemum í útlöndum eða allavega sumir Íslendingar. Nýverið reyndu íslenskir "fjárfestar" að kaupa stórt símafyrirtæki í Finnlandið "fyrir lánaða peninga" eins og það var orðað í mín eyru. Hneykslan viðmælanda míns leyndi sér ekki. Stjórn fyrirtækisins vili ekki sjá þessa kaupendur og sölunni var því hafnað.

Utanríkisráðherran okkar blessuð er líka fræg fyrir þá endaleysu sína að vera á mót hvalveiðum í ríkisstjórn en styðja hana á alþjóðavettvangi. Fundarmönnum sem ég var með á fundi í Osló í gær var kunnugt um þetta og það var hlegið að þessu. Halda menn að það sé hægt að segja hvað sem er á íslensku af því að útlendingar skilji hana ekki!  Nei, þetta verður seint toppað nema þá eins og Þráinn Bertelsson segir í Fréttablaðinu í dag: Að vera á móti hvalveiðum á daginn og með þeim á nóttunni... eða var það öfugtWoundering. Það er nú lítil sál í svona pólitík og dapurlegt að þurfa að ræða slíka framkomu æðstu manna og kvenna þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband