Fjarskanaistan...

Það er algerlega ofvaxið mínum skilningi hvernig herforingjastjórnin í Burma tekur á afleiðingum náttúruhamfaranna fyrir viku. Enn ein áminning til okkar hér á ískalda skerinu um hve gott við höfum það, svo gott að við trúum ekki að nokkuð geti komið fyrir, allt muni jú allavega reddast.

Í þessum fréttaflutningi af Burma, Tíbet og stundum Nepal, verður mér hins vegar oft hugsað til lítils fjallalands á þessu sama svæði sem heitir Buthan. Þar ríkir friðsæld og landið því aldrei í fréttum. Þegar ég var við nám í Wales (fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að rifja upp) var þar námsmaður frá Buthan að læra jarðrækt. Very peaceful - var lýsing hans á landinu sínu.

Mér dettur Buthan oft í hug þegar fólk talar um "Fjarskanistan".
mbl.is SÞ stöðva flutning hjálpargagna til Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband