Hákarlaverkun

Í morgun var mér bent á skemmtilega frásögn af upphafi hákarlaverkunar hér á landi, sjá hér . Það er því líklega ekki tilviljun að einn frægasti hákarlabóndi samtímans Hildibrandur í Bjarnarhöfn er fæddur og sleit barnsskónum í Asparvík ásamt 8 öðrum systkinum sínum. Það tíunda og yngsta fæddist eftir að fjölskyldan flutti að Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi.

Frá því ég man eftir mér hefur hákarl verið hluti af matarmenningu þessarar fjölskyldu. Það var alltaf viðburður þegar hákarl kom heim að Stakkhamri frá afa og Hidda í Bjarnarhöfn. Auðvitað hefur verið reynt að venja erfingjana á þessar krásir, og árangurinn er 50%. Sá eldri smjattar á þessu góðgæti en sá yngri fitjar upp á trýnið.

Hákarlinn er stórmerkileg skepna og ekki að undra að fulltrúi valdstjórnarinnar í Strandasýslu og hans slekti færu betri menn á líkama heim til sín eftir að hafa rutt í sig hákarli í boði bóndans í Asparvík. Hákarlinn fæðir t.d. lifandi unga og fær ekki krabbamein. Margt fleira má segja um þessa "óvætt" en skemmtilegast er að fá fróðleikinn beint hjá heimafólkinu í Bjarnarhöfn með heimsókn í safnið sem þar hefur verið byggt upp á síðustu árum og er nú orðið vinsæll viðkomustaður ferðamanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband