Góður fimmtudagur ...

Fimmtudagurinn 8. maí er fyrsti afmælisdagur Finnbjarnar frænda. Til hamingju með daginn frændi. Dagurinn var einstakur góðviðrisdagur, hitamælirinn í bílnum sýndi 15 stig. Ég hitti eldri erfingjann heima í hádeginu sem tilkynnti mér að vörubílstjórar þeyttu lúðra sína fyrir framan Alþingishúsið. Þeir væru með því að trufla EmmErringa í vorprófunum, tillitsleysið algert. Mamma eigum við ekki bara að fara að mótmæla háu verði á hestakögglum!!

Seinni partinn fórum við Selma, ég, Herra Þytur og Spori í reiðtúr upp að Hafravatni. Ekki amalegt í vorblíðunni. Í kvöld verður svo Vorblót sundfélagsins Grettis haldið í Hafnarfirði. Þar verð ég í hlutverki smástelpunnar því félagsmenn aðrir eru minnst 10 árum eldri en ég, en félagsandinn er frábær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir afmæliskveðjuna. Við Finnbjörn vorum líka mikið úti í gær og eyddum drjúgri stund á rólóvellinum. ;)

Sigrún (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband