Bólgumóri bítur...

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl 2008 er 300,3 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 3,4% frá fyrra mánuði.

Svona hófst fréttatilkynning Hagstofu Íslands þann 28. apríl sl. um breytingu á vísitölu neysluverðs. Vísitalan stendur nú í 300,3 stigum og gildir til verðtryggingar í júní n.k. Hvað þýðir þetta? Þegar þú lesandi góður vaknar mánudaginn 1. júní n.k. hefur hver milljón sem þú skuldar hækkað um 34.000 krónur. Ef þú skuldar 10 milljónir er talan 340.000 krónur. Veljið ykkur svo tölu! Þetta er hinn blákaldi veruleiki.

Þessi verðhækkun í lágvöruverðsverslunum er meiri en vísitala neysluverðs hækkaði. Svo er okkur almúganum bent á að vera ekki að eyða í vitleysu, kaupa ekki of mikið bensín benti föðurlegur forsætisráðherrann okkur á núna síðast. Satt að segja er bleiki sparigrísinn minn hálfhoraður þessa dagana.


mbl.is Vöruverð í lágvöruverslunum hækkar um 5-7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband