"Geldingurinn" snýst á fullu...

Vorið bankar á fullu á gluggana hjá mér þessa dagana. Langþráð verð ég að segja. En því fylgir að hitastigið á skrifstofunni minni hækkar hratt. Í fyrra leitaði ég á náðir fjármálastjórans hér um að grípa til aðgerða til að kæla kontórinn. Hans fyrstu viðbrögð voru að bjóða mér gelding sem veifaði strútsfjöðrum til að kæla mig. Þetta reyndist þó full kostnaðarsamt þegar búið var að gera fjárhagsúttekt á tillögunni og í staðinn var keypt forláta stálvifta í Elko. Hún snýst núna á fullu en sama gagn og geldingur með strútsfjaðrir gerir hún örugglega ekki, amk myndi það vekja meiri athygli...Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú ekki bara blakað þínum vængjum og lyft upp geislabaugnum ,,,,,,,,,,,,,eða myndað gegnumtrek með öðrum hætti.....

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

ja góð hugmynd að beita geislabaugnum sem blævæng

Erna Bjarnadóttir, 5.5.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband