Þjóðargjöfin...

Það er skemmtilegt framtak hjá bókaútgefendum að færa okkur 30% afslátt á bókakaupum fyrir 3000 kr á þessum árstíma. Upplagt að birgja sig upp af góðu lesefni fyrir sumarfríið. Ég fór í dag með gamla inneignarnótu í Mál og menningu og verslaði eftirfarandi neon bækur.

Kona fer til læknis eftir Ray Kluun -  hún fer fyrst á náttborðið

Eftir skjálftann eftir Haruki Murakami - Japananskur eðalrithöfundur - mæli eindregið með honum

Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd - ja, tek hana í Póllandsferðinni í byrjun júní.

Nafnabókin eftir Amélie Nothomb, Linda mælir mikið með þessari, nú er komið að mér að lesa hana.

Barndómur eftir J.M. Coetzee - gerist í Suður-Afríku verður tekin með ferðalag í sumar.

Ef einhver sem les þetta hefur lesið Ristavélina þætti mér gaman að fá komment á hvort hún sé áhugaverð lesning.

Svo bendi ég ykkur á tónlistarmanninn Stevie Ray Vaughan, alger snillingur á gítar. Því miður lést hann af slysförum langt um aldur fram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JRJ

Ristavélin ,,,,,,,,,,ja það er allavega gott að rista brauð í henni en ekki mikið lesefni sem ég hef séð á henni.

Stevie Ray Vaughan elti upp það sem Jimi Hendrix  var að gera og gerði það með sínum stíl, bara flottur ,SRV dó í þyrluslysi en Jimi af eiturlyfjaneyslu,,,,,allt of margir góðir listamenn hafa dáið af slysförum eða fallið fyrir eiturlyfjum...................

JRJ, 4.5.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband