4.5.2008 | 15:16
Við vitum ekki hvað við höfum það gott...
Nú er til umfjöllunar á alþingi frumvarp til laga sem heimilar innflutning á hráu kjöti til Íslands. Við erum búin að kosta miklu til í gegnum árin við að viðhalda heilbrigði búfjár og til útrýmingar búfjársjúkdóma. Sérstaða okkar er sambærileg og t.d. Nýja-Sjálands sem í engu kvikar frá banni við innflutningi á hrávöru og heldur m.a. uppi öflugu eftirliti á flugvöllum meðal ferðamanna. Gin- og klaufaveiki skýtur öðru hverju upp kollinum í Evrópu. Síðast þegar það gerðist var sett útflutningsbann á kjöt frá Evrópu til Ameríku sem stóð í nokkrar vikur. Slíkt bann ef til kæmi myndi hafa áhrif á útflutning okkar á kjöti til þriðja lands eins og t.d. lambakjötsútflutning til Bandaríkjanna. Ekki er hægt að útiloka að gin og klaufaveiki geti borist til íslands með hráuum matvælum.
Það skýtur skökku við að frumvarp sem er ætlað til að auka matvælaöryggi neytanda gerir það í raun ekki þar sem kastað verður fyrir róða áralangri baráttu við salmonellu og camphylobacter í alifuglaeldi hér á landi.
22 börn látin í faraldri í Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú þarft að kaupa þér flugmiða til Evrópu og skoða aðeins hvernig þetta lýtur út fyrir utan landssteinana.
Þessi verndarstefna Íslenskra stjórnvalda er búin að halda Íslenskum neitendum í fangelsi hás verðs og lítils vöruúrvals í marga áratugi.
Fransman (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 15:42
Takk Fransmann, ég veit allavega að í Evrópu hafa menn gefist upp í baráttunni við camphylobacter í alifuglum og í frétt á heimasíðu MAST er sagt frá því að salmonelluvottorð eru ekki 100% trygging fyrir að vara sé salmonellufrí.
Erna Bjarnadóttir, 4.5.2008 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.