Ofanúr Hólmsheiði...

Í dag var fyrstu fundur ættarmótsnefndar afkomenda Laufeyjar Valgeirsdóttur og Bjarna Jónssonar sem bjuggu í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi en þangað fluttu þau 1951 frá Asparvík á Ströndum. Nefndin hittist í Laufrimanum hjá Rúnu en í henni eru auk mín Kristinn Hjálmarsson, Hulda í Bjarnarhöfn og Björg kennslukona á LaugarvatniWink. Töluvert var skrafað og skeggrætt og hver veit... allavega helgin 8-10. ágúst er hér með frátekin, munið það öll.

 Eftir að hafa raðað í mig kökum og kaffi hjá Rúnu tók ég "sprettinn" upp í hesthús. Þá var hætt að rigna og brostin á þessi bongó blíða. Við tríóið EB, Spori og Herra Þytur fórum upp í Hólmsheiði að skoða aðstæður. Þar er búið að leggja veg yfir reiðstíg sem þar var í fyrra Woundering ég var nú ekkert yfir mig hrifin af því en svona er nú það. Við fórum því aðra leið til baka og þar var búið að gera uppbyggðan reiðstíg þar sem áður var moldargata. Ekkert nema gott um það að segja, þarna er mikil umferð og komin fínasta leið. Heldur spillti þó að þurfa að ríða gamalt malbik til að komast aftur á reiðstíginn niður í Almannadal og Fjárborg. Spori sá þó við þessu með því að fara þessa leið í sem fæstum skrefum... lesist: Hann greip til yfirferðartölts og stökks svo þessu lyki sem fyrst og hann gæti gætt sér á hefðbundnum verðlaunum eftir reiðtúr...Smile. Og eins og alltaf... mér líður bara eins og sextánára þegar hann er í þessum fílingGrin. Við flýttum okkur meira að segja svo mikið að pískurinn sem ég var með með mér varð eftir á litla sinubalanum sem við stoppuðum á. Það er því erindi aftur upp í heiði á morgun að sækja hann og vonandi fara eitthvað lengra áleiðis upp að Hafravatni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband