30.4.2008 | 12:12
... en var þeim ekki alvara allan tímann?
Þetta er undarleg yfirlýsing frá settum forstjóra. Var einhver ástæða til að ætla að fólkninu væri ekki alvara. Það er alvörumál að reka hátæknisjúkrahús, þjálfun hæfs starfsfólks hlýtur að taka tíma og kosta fé og nýtt fólk er ekki gripið upp. Ég er bara áhorfandi að þessum atburðum og svo heppin að þurfa ekki í dag á þessari þjónustu að halda. Það þýðir ekki bara að vona að eitthvað gerist ekki eins og forsætisráðherrann okkar lýsti yfir á forsíðu Fréttablaðsins í gær, þegar hann vonaði að verðbólgan minnkaði fljótt! Þeir sem eru í forstjórastólum eða ráðherrastólum bera ábyrgð og þurfa þar af leiðandi að AÐHAFAST!!
Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.