27.4.2008 | 20:43
Ég og strákarnir...
Þetta er búið að vera ljúf helgi. Í gær fór ég með þremur strákum í reiðtúr. Herra Þytur var í reiðkennslunni og sýndi knapanum hvernig góður hestur geysist á yfirferðartölti. Við skötuhjúin, ég og Spori, sátum eftir í jóreyknum
. Í dag fór ég ein með þá félaga, Þyt og Spora, í reiðtúr kringum Rauðavatnið. Þvílíkur vordagur, sól og blíða. Geisli var tekinn í lónseringu og allir fegnu verðlaun. Á eftir var bíllinn þrifinn. Við félagarnir í hesthúsinu höfum fengið þá hugmynd að skella okkur í "sleppitúr" á Stakkhamar um mánaðamótin maí/júní og kanna fjörurnar. Ja, það gæti nú bara orðið gaman. Þarf að finna nokkrar myndir og stinga hér inn á bloggið svo fólkið fái hugmyd um hvað það er að fara út í....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.