22.4.2008 | 11:56
Sammála Þráni Bertelssyni...
Ég les oft skrif Þráins Bertelssonar í Fréttablaðinu og sleppi aldrei bakþönkunum hans. Í gær tók hann fyrir ummæli Geirs Haarde á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. "Mikil opinber umræða getur verið óheppileg, skapað óraunhæfar væntingar og þar með haft neikvæð áhrif". Eigum við sauðsvartur almúginn semsagt bara að sitja heima og horfa á sápuóperur í sjónvarpinu og bíða eftir að ráðamönnum þóknist að stíga út úr glerhúsum sínum og dreifa einhverjum dúsum og molum af borðum höfðingjanna til okkar. Nei þetta er ósköp einfaldlega hluti af því að búa í lýðræðisþjóðfélagi að opinber umræða um hver þau mál sem efst eru á baugi, getur farið fram. Vill einhver skipta????
Athugasemdir
Ef við megum ekki tala um þetta jafngildir það að stinga hausnum í sandinn.
Hefur mér vitanlega ekki þótt góð aðferð til að takast á við vandamál. Ráðamönnum hentar best að almenningur sé illa upplýstur, það er raunverulega það sem Geir er að segja:
"ég óska eftir að almenningur sé illa upplýstur"
BÖ
Kristjana Bjarnadóttir, 22.4.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.