21.4.2008 | 22:17
Vorvindar glaðir...
glettnir og hraðir...
Þannig byrjar skemmtilegt vorkvæði sem börnum er kennt í leikskólum. Einstaklega glaðlegt og fullt af litríkum orðum. Nú er þessi árstími einmitt að renna upp. Við ég og erfingjarnir höfum stundað hestamennskuna af meira en áður enda Kári og Stormur loksins hættir að ráða ríkjum í Hólmsheiðinni, það er frekar að Blær og Gola séu þar á ferðinni. Lóa litla og hrossagaukurinn eru farin að sýna sig í heiðinni, hjartað tók aukahopp um daginn þegar ég heyrði þytinn í gauknum í fyrsta skipti á þessu vori.
Síðast í kvöld skutlaði ég erfingjunum uppeftir og þær skelltu sér í reiðtúr á herra Þyt og Spora. Sjálf hef ég verið að skrölta við að halda áfram að temja Geisla litla, en sleptti reiðrúr í kvöld út af kvefi. Hrafnhildur hefur unnið gott verk með strákinn. Hún byggir á tamnigar sínar aðferð Mounty Roberts, "Af frjálsum vilja". Mikilvægur hluti er að bera virðingu fyrir þjálfaranum. Ég rokprófaði hann á fimmtudaginn og hann stóðst það með prýði. Í gær fór hann í fyrsta skipti niður i Víðidal og jújú ekki málið að fara á undan lífsreyndari hestum á refilstigum þar. Svo óð hann í fyrsta skipti yfir Hólmsánna, jú mamma ekki málið fyrst þú biður svona fallega! Semsagt, góður strákur hann Geisli.
Núna er hins vegar kominn annar góður strákur í bólið mitt, litli rauðhausinn er mættur til að þiggja knús og klapp. Eins gott að nýta færið meðan "Stóri-Moli" er hvergi nálægur...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.