Viðtal við sjálfa mig...

Frumvarp til laga um innleiðingu matvælalöggafar ESB og breytingar á undanþágum Íslands frá Viðauka I við EES samninginn liggur nú fyrir alþingi. Á www.bbl.is er nú að finna stutt viðtal við mig þar sem afstaða BÍ er reifuð. Afstaða almennings virðist eindregnari en margir áttu von á. Aftan á 24 stundum í dag er t.d. að finna eindregna afstöðu með íslenskum landbúnaði. Heilbrigði matvæla á Íslandi hefur nefnilega algera sérstöðu. Þjóðir í kringum okkur hafa sumarhverjar t.d. gefist upp í baráttunni við campylobacter í alifuglum. Við höfum hins vegar kostað til mikilli fyrirhöfn og fjármunum og náð einstæðum árangri. Samkvæmt frumvarpinu virðist síðan sem síðan megi ekki einu sinni vara almenning við ef slíkar vörur eru fluttar til landsins. Þetta er í algerri andstöðu við markmið frumvarpsins um að auka matvælaöryggi. FootinMouth

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo fjölhæf,,,,,,,,,,,,viðtal við sjálfa þig.

Galdrakallinn (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 11:52

2 identicon

Ja, hvað á kona að gera þegar hún er búin að bjóða sig fram í viðtöl og viðbröðgðin láta á sér standa? Áfram Erna!

Ásdís (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 18:57

3 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já segðu Ásdís, tók þetta viðtal við mig sjálf. Svona kennir neyðin naktri konu að spinna eða þannig...

Erna Bjarnadóttir, 21.4.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband