16.4.2008 | 19:50
Súrsaðir selshreifar...
Selveiðar voru stundaðar á Stakkhamri til ársins 1977. Kristjana systir og bloggvinkona skrifaði nýlega færslu á síðuna sína um það. En þessari starfsemi foreldra okkar fylgdi nokkur búhnykkur fyrir okkur systur. Þannig var nefnilega að áður fyrr var selurinn gernýttur til matar, m.a. hreifarnir. Við systur fengum hreifana, gefins, og fengum að svíða þá og síðan voru þeir frystir þannig. Síðan fórum við með þá á fund Geirs Björnssonar þá Hótelstjóra í Borgarnesi sem keypti þá fyrir nokkurn skilding sem við höfðum susmé í arð fyrir vinnu okkar. Gasið fengum við reyndar ókeypis hjá pabba og mömmu
en þetta voru fyrstu kynni okkar af sjálfstæðum atvinnurekstri. Geir súrsaði síðan hreifana og hafði á boðstólum á þorrablótum sem haldin voru á hótelinu. Mig rámar í að hafa smakkað súrsaða selshreifa en heldur þótti mér lítill matur í þeim.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.