Hvað varð um hökuskeggið?

Hann Spori minn er í miklu uppáhaldi hjá EmmErringnum. En hún rak upp stór augu fyrir nokkrum dögum því hið mikla hökuskegg sem prýðir drenginn einkum á veturna var horfið! Ja, hvað hafði eiginlega gerst. En nú er skýringin fundin. Í gærmorgun mætti Sigþór Spora inni á snyrtingu í hesthúsinu, hann var að koma frá því að raka sig!! Gekk hiklaust fram hjá öllu heyinu í hlöðunni (sem aðrir hestar hefðu aldrei gert) og inn á snyrtingu. Þar er þessi fíni spegill sem hann getur speglað sig í við raksturinn.

 

Ég er henni Önnu Bryndísi vinkonu minni varanlega þakklát fyrir að ætla mér að eignast þennan hest. Hann er mikill gleðigjafi.

 

Á góðum degi geysumst við

Galvösk fögnum vori.

Gæfan gekk með mér í lið

Já glaður töltir Spori


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband