Grasmótoragengið - taka tvö!

Já það gaf til að fara aftur í hesthúsið í kvöld. Nú getum við mæðgur gengið að því vísu að fara þrjár saman í reiðtúr því Geisli litli er orðin þetta fína reiðfær og skokkar með hinum klárunum á sínum gangi og hraða. Strákurinn er lúsþægur, viljinn má fara að aukast svona bráðum en þetta er allt í besta lagi ennþá. Hann hefur líka fimm aðferðir við að bera fæturna fyrir sig. Fetið mjög gott, brokkið þarf að styrkja, töltið laflaust og skeið, ja nóg til af því og svo er hann svo mjúkur og góður á stökki. Herra Þytur tók lífinu heldur rólegar í kvöld enda engin Ógn nærri. Spori var í sínum góða gír, reyndar var ekki laust við að knapinn í kvöld (sem stundar nám í MR) hálfkvartaði yfir að gamla brýnið væri búin að hálfsvæfa klárinn, það væri ekki sami sprengjuviljinn í honum og í fyrra ...Grin  sumir vilja jú helst ríða gandreið....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband