Grasmótoragengið!!

Jæja nú er Kári loksins að gefast upp á vindganginum og hægt að taka fram grasmótorana. Við Selma brugðum okkur vestur í Hallkelsstaðahlíð á sunnudaginn að kíkja á Smára og Kviku litlu-systir. Þau eru ósvikin afkvæmi mömmu sinnar, yndislegir karakterar og hæfileikarnir nógir. Smári gengur nú að jafnaði á fjórum fótum og hefur fimm aðferðir við að bera þá fyrir sig. Drengurinn er semsagt í besta lagi alhliða gæðingur, verða að fara að sýna köllunum í Fjárborg almennilega ríðandi hagfræðingCool. Litla systir sýndi líka flotta takta, mikið framgrip og skrefstór. Svo velti hún sér á eftir í gerðinu við tærnar á okkur. Einstaklega örugg með sig.Smile

 

Í gær fórum við svo í reiðtúr á herra Þyt og Spora gæja. Dagný kom með okkur á Ógn…. Ja þetta er nú spurning um að vera samferða Dagný !!! Allavega varð úr ævintýraferð, óhefðbundnir reiðstígar og riðnar ár. Síðan hittum við ráðuneytisstjórann í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem var að moka undan klárunum sínum. Hann bauð upp á kaffi, fanta og Lu kex, hestunum var skotið inn í stíur á meðan. Á heimleiðinni var mikið fjör í hestunum, Selma mátti sýna smá takta með Þyt en hún lætur hann nú ekki hæðast að sér Wink.

 

Semsagt: Skemmtilegt kvöld í hesthúsinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband