3.4.2008 | 09:35
Þúsund bjartar sólir....
Ég lauk í gær við að lesa bókina Þúsund bjartar sólir. Bókin segir sögu tveggja kvenna ásamt sögu átaka í Afganistan síðustu 20-30 árin. Fyrir minn smekk var Flugdrekahlauparinn eftir sama höfund betri bók því mér fannst söguhetjur bókarinnar trúverðugri og bókin skila betur ákveðnum menningarheimi. Ömurlegt líf kvenna í Afganistan er þungamiðja þessarar bókar og víst er að þær hafa ekki verið ofhaldnar af sínum hlut. Það er vonandi allra vegna að ástandið í þessu landi batni varanlega en þarna er við ramman reip að draga.
Má ekki slaka á baráttunni í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.