2.4.2008 | 20:26
Svína með gemsann...
Það kemur fyrir að gamla brýnið í Mýrinni bregður sér röska bæjarleið t.d. fer ég reglulega upp á Hólmsheiði og jafnvel alla leið upp í Mosó. Dagsdaglega er ég hins vegar svo heppin að þurfa bara að snattast hérna vestan við læk. Jæja en þetta er einmitt fréttin sem mig vantaði. Á ferðum mínum austur fyrir Læk blöskrar mér nefnilega oft á tíðum aksturlag margra samborgaranna. Mörg dæmi hef ég séð af ökumönnum sem rúlla sér í ytra hringtorgi fram hjá 2-3 afreinum og skeyta engu um forgang innra hringtorgs. Svo er það eftirlætisiðja sumra miðaldra heimilsfeðra á jeppum og myndarlegra karlmanna á aflmiklum bílum, að zikkzakka milli akreina í framúrakstri, helst með farsímann í hendinni kjaftandi í hann á fullu nú eða kærustuna við hliðina á sér. Maður þakkar fyrir að fá þetta lið ekki inn í hliðina á Oktavíu. Um daginn þegar mótorhjólaslys varð á Vesturlandsvegi undir brúnni yfir á Sogaveg skeyttu ökumenn ótrúlega litlu um sjúkrabílinn... kommmón góðir hálsar á ekki að færa sig og gefa vinstri akrein lausa!!!!! Og svo að lokum nett skilaboð: Gangbraut þýðir að ég best veit að gangandi eiga réttinn ekki að þeir megi labba yfir ef þeir eru svo heppnir að ökumenn stoppa og elskurnar mínar ... Framúrakstur á og við gangbraut er fólskulegt athæfi ég hef séð liggja nærri slysi við slíkar aðfarir og það var ekki þeim ökumanni sem slíkt gerði að þakka að ekki fór illa.
Sautján ára á hraðferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er margt að varast í umferðinni,passaðu þig á töffaranum á Rauða bílnum með derhúfu og dökk sólgleraugu,hann getur birst án fyrirvara.
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 21:15
Tja .... hafði nú í huga að sitja við hliðina á þessum töffara hehe... nema hann þurfi að passa sig á mér....
Erna Bjarnadóttir, 2.4.2008 kl. 21:45
Það er betra að vera við hliðina á töffaranum,,,,,,,,,,hann á það til að stinga í stúf,,,
Galdrakallinn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 08:09
úps.... eins gott að ég heiti ekki Stúfur....
Erna Bjarnadóttir, 3.4.2008 kl. 09:27
Ertu ekki að gleyma gömlu kerlingunni sem hefur ekki hálfa sjón og fékk ökuskírteinið gefins. Og hvað er þetta með að vera í símanum sem truflar fólk svona? Er ekki alveg jafn hættulegt að fá sér pulsu eða sígó? ekki er það bannað. Og ef það fer i pirrurnar á þér að einhver er að zikkzakka á milli bíla þá ættiru að átta þig á því að það færa sig ekki allir yfir á hægri akgrein þegar það er bíll fyrir aftan þá sem augljóslega vill komast framúr. Þetta eru bara nokkrir punktar sem þú ert að gleyma, sem vilja of oft gleymast.
Haukur Ó. Ottesen (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 00:10
Reyndar gleymdi ég ekki þessu með að færa sig á hægri akrein - nefndi sjúkrabílinn en það afsakar hitt ekki baun þegar menn zikkzakka svona án þess að gefa stefnuljós... þetta með símann... maður er nú yfirleitt fljótur með pulsuna en síminn tja... ekki rífst maður við pulsuna eða kemmst í tilfinningalegt uppnám... nei Haukur þetta átti nú ekki að vera umferðarskóli hjá mér svo ég gæti meira að segja hafa gleymt einhverju fleiru....
Erna Bjarnadóttir, 4.4.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.