26.3.2008 | 21:33
Alltaf gaman á útreiðum...
Gamla brýnið í Mýrinni hefur verið venju fremur pólitísk undanfarið hér á blogginu... Það eru hvort sem er svo fáir - en mikilvægir - sem lesa það og vita nokkuð hvernig kella er .
Eftir að hafa staðið langleitir í hesthúsinu síðan á laugardag voru þeir félagar, Spori, Þytur og Geisli heimsóttir í dag. Ég og yngri erfinginn og Hrafnhildur ráðagóða renndum okkur í reiðtúr á þeim. Hann Geisli er alveg dæmalaust rólegt tryppi. Hann skálmaði yfir ísskæni, spilaði "fótbolta" með beyglaðri áldós og tölti og brokkaði eftir pöntun. Nú er bara að styrkja hann svo hann auki ferðina og bæti jafnvægið. Hann fæst keyptur ef gott tilboð kemur fram en látið ykkur ekki detta í hug að hann sé á neinni útsölu . Hinir strákarnir voru yfirvegaðir en þeir vita líka alveg hvað bíður eftir reiðtúrinn.....namm namm...kögglar....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.