Fylgjumst með verðbreytingum...

Neytendur verða að standa vaktina nú á næstu dögum. Finnur Árnason segir í Fréttablaðinu í dag að von sé á 8-12% hækkun á gosi og söfum á næstunni. Vinkona mín ein er afar hirðusöm og fylgist vel með verðlagi. Fyrir framan mig eru tveir strimlar frá henni úr Bónus í Spönginni annar frá 14. mars og hinn frá 20. mars. Þann 14. mars greiddi hún 77 kr fyrir 1/2 líter af diet kók en 92 kr þann 20. mars. Hækkunin er tæp 20% Devil . Ef Finnur ætlar að hækka gosið um 10% í viðbót fer 1/2 líter af diet kók yfir 100 kr í lágvöruverðsverlsunCrying

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Þetta krepputal fjölmiðla talar upp vöruverð. Vissulega er ástandið alvarlegt en ansi er ég hrædd um að öll þessi viðtöl við Finn slævi verðskyn almennings.

Kristjana Bjarnadóttir, 26.3.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Já nákvæmlega, ég er að reyna smá andóf við þessu. Það er makalaust að fjölmiðlar gapi svona upp í hann dag eftir dag.

Erna Bjarnadóttir, 26.3.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband