21.3.2008 | 21:34
Fallegur dagur...
Þetta yndislegur dagur hér í Mýrinni. Í gærkvöldi var lítið matarboð og rólegheit á eftir. Eftir að hafa morgnað okkur í rólegheitum, lögðum við Selma ég og Oktavía leið okkar upp í hesthús. Þar biðu strákarnir okkar í góða veðrinu. Spori og Geisli voru járnaði í fyrradag. Meira hvað drengirnir voru þægir. Spori hreyfði sig ekki og Geisli blakaði annarri afturlöppinni einu sinni. Í annað skipti sem pilturinn var járnaður. Jæja, við Selma skelltum okkur Víðidalshringinn og kringum Rauðavatn. Bara dásamlegt, hefðum alveg verið til í annan hring.
Þegar heim kom var fröken Linda búin að skúra út úr herberginu sínu, enginn smá myndarskapur. Svo skellti hún sér vestur að Stakkhamri með Kristjönu og Darra. Svo nú sitjum við Selma tvær í kotinu og troðum í okkur nýbökuðum snúðum og horfum á sjónvarpið. Moli er sennilega að daðra við Birtu í næsta stofuglugga . Útivistarleyfið rennur út klukkan tíu....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.